Strax eftir páska mun Míla, í samstarfi við TRS, hefja framkvæmdir við lagningu Ljósnetsins á Selfossi.
Framkvæmdunum fylgir eitthvað jarðrask þar sem ekki eru til staðar lagnir fyrir ljósleiðara og jafnframt verða settir upp götuskápar víðs vegar um bæinn. Framkvæmdir hefjast í Fosslandi, sem er fyrsti áfangi af nokkrum. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir lok þessa árs.
Með tilkomu Ljósnetsins fá heimili aðgang að háhraða-nettengingu og gagnaflutningshraða sem leyfir m.a. flutning á mörgum háskerpusjónvarpsrásum samtímis, öfluga internettengingu og góðar aðstæður til fjarvinnu.