Um kl. 23:00 í kvöld byrjaði jarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli. Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, lögreglan á Hvolsvelli og Veðurstofan eru að meta ástandið og fylgjast grannt með.
Hrinan hófst með skjálfta upp á 3,0 á Richter kl. 22:59. Í kjölfarið hafa fylgt tæplega fimmtíu minni skjálftar, þeir stærstu á bilinu 2,0-2,6.