Jarðskjálftinn sem varð í Grafningnum í hádeginu í dag var siggengisskjálfti en hann varð suður af Þingvallasigdældinni.
Yfirfarnar mælingar sýna að skjálftinn var rúmlega 3,7 að stærð, klukkan 11:56. Upptök hans voru rétt norðanvið Súlufell í Grafningi en skjálftinn fannst víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Á þessu svæði eru Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn að færast í sundur og því eru skjálftar ekki óalgengir á þessu svæði. Alls hafa hátt í hundrað skjálftar mælst í hrinunni og eftirskjálftavirknin heldur áfram. Stærstu eftirskjálftarnir voru 2,2 og 2,3 kl. 17:11 og 17:37 í dag.
Veðurstofan fylgist áfram vel með.