
Í nótt kl. 1:18 byrjaði jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli. Yfir 80 skjálftar hafa mælst, þar af sex skjálftar yfir 3 að stærð og einn yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð, kl. 2:46.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enginn órói mælist en Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að skjálftarnir hafa fundist í Þórsmörk.