Rafmagn verður lagt í jörð á tveimur köflum á Suðurlandi í sumar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnti á dögunum framlag úr fjárfestingarátaki stjórnvalda til þess að flýta lagningu dreifikerfis raforku í jörðu.
RARIK mun leggja jarðstreng frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og einnig frá Hvolsvelli, í suður að Þverá. Verkefnin eru nú á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar.
Ráðgert er að frekari fjármunum verði veitt í strenglagningu á landinu í 5 ára fjármálaáætlun 2021-2025 eins og nánar er kveðið á um og útfært í tillögum átakshóps stjórnvalda um uppbyggingu innviða í kjölfar óveðursins í desember síðastliðnum.