Jarðvegsmengun í vatninu í Hveragerði

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands benda niðurstöður úr sýnatökum til þess að lyktar- og bragðgallar neysluvatns í Hveragerði orsakist af mengun úr jarðvegi.

Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði vatnsins. Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi, þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi.

Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu er bent á að útskolun úr kerfinu geti tekið tíma og á meðan það ástand varir geta þeir sem kjósa notað flöskuvatn.

Í tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir að ástand neysluvatnsinsins í Hveragerði sé vel vaktað og regluleg sýni eru og verða áfram tekin og rannsökuð.

Fyrri greinKFR áfram en Stokkseyri og Árborg úr leik
Næsta greinGul viðvörun vegna hríðarveðurs