Jarðvinna í Bjarkarlandi hefst í haust

Björkurstykki. Innan rauða rammans verður uppbyggingu skipt í fimm áfanga.

Gatnagerð og lagnavinna í 1. áfanga Bjarkarlands, nýjasta hverfisins á Selfossi, hefur verið boðin út og á að vera lokið að hluta til þann 15. mars næstkomandi.

Útboðið tekur til fyrsta áfanga af fimm en hverfið mun fullbúið rúma um 700 íbúðir. Í fyrsta áfanga verksins sem nú er að fara af stað verða tilbúnar lóðir fyrir um 200 íbúðir ásamt fyrir nýjum grunnskóla sem fyrirhugað er að verði tekinn í notkun árið 2021.

Verkið er áfangaskipt en stefnt er að því að einhverjar lóðir í hverfinu verði orðnar byggingarhæfar næsta sumar. 

Heildarverklok gatnagerðar og lagna eru 1. júlí 2021. Verkið felur í sér alla gatnagerð í hverfinu sem og lagningu stofnæða og heimæða veitna, fjarskiptalagnir og götulýsingu.

Útboðið tekur til fyrsta áfanga af fimm en í fyrsta áfanga verða tilbúnar lóðir fyrir um 200 íbúðir ásamt fyrir nýjum grunnskóla.
Fyrri greinMilljón í bónus á Selfossi
Næsta greinNafn mannsins sem lést