Jóhann opnar tjaldvagnaleigu

„Ég er með fjóra splunkunýja tjaldvagna til leigu og eitt fellihýsi fyrir útilegurnar í sumar. Um vikuleigu er að ræða fram til 15. september en ef vagnarnir eru lausir um helgar þá leigi ég þá líka þannig út.“

Þetta segir Jóhann Þórsson, eigandi Bílaleigu Selfoss í Hrísmýrinni á Selfossi. Jóhann er með 25 bílaleigubíla til útleigu og hefur nú bætt þessari þjónustu við reksturinn.

Meðfylgjandi mynd var tekin af honum þegar þrír af vinum hans aðstoðuðu hann að keyra nýju tjaldvagnana úr Reykjavík á Selfoss í síðustu viku. Þetta eru þeir, frá vinstri, Hörður Óskarsson, Jóhann sjálfur, Erling Gunnlaugsson og Emil Karlsson.

Fyrri greinGlæsimörk Þorsteins í góðum sigri
Næsta greinSigrún í Súluholti heldur myndlistarsýningu