Tveir nýir skólastjórnendur hafa verið ráðnir til starfa í Árborg, annars vegar í leikskólanum Hulduheimum og hins vegar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Jóhanna Þórhallsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Hulduheima frá 1. júní sl. Jóhanna er með M.Ed. próf í stjórnunarfræði menntastofnana og leyfisbréf til að nota starfsheitin leikskóla- og grunnskólakennari. Hún hefur góða reynslu af stjórnunarstörfum og hefur meðal annars starfað sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, leikskólastjóri og forstöðumaður skólavistunar.
Páll Sveinsson tekur við stöðu aðstoðarskólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þann 1. ágúst nk. Páll hefur B.Ed. gráðu og leggur nú lokahönd á meistararitgerð við Háskóla Íslands á sviði stjórnunar menntastofnana (M.Ed.). Hann hefur starfað við kennslu frá 1995, bæði í tónlistarskóla og grunnskólum. Einnig hefur hann stýrt innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi skóli í Grunnskólanum í Hveragerði. Þá var Páll forstöðumaður félagsmiðstöðvar um nokkurra ára skeið.