Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, oddviti Framsóknar í Hveragerði, er komin í leyfi frá störfum við bæjarstjórn Hveragerðis fram á næsta sumar.
Jóhanna Ýr óskaði eftir leyfi af persónulegum ástæðum á síðasta fundi bæjarstjórnar, sem samþykkti tímabundið leyfi hennar til 11. júní á næsta ári.
„Nýverið hóf ég störf sem framkvæmdastjóri Lágafellssóknar í Mosfellsbæ. Á næstunni mun ég einbeita mér að því starfi ásamt því að rækta fjölskylduna mína,“ sagði Jóhanna Ýr í samtali við sunnlenska.is.
Næstu varamenn á B-listanum, Andri Helgason og Lóreley Sigurjónsdóttir gáfu ekki kost á sér til að taka sæti í bæjarstjórn og bæjarráði og því mun Thelma Rún Runólfsdóttir, sem skipar 5. sæti B-listans, verða bæjarfulltrúi í stað Jóhönnu Ýrar. Halldór Benjamín Hreinsson verður aðalmaður og varaformaður í bæjarráði to Thelma Rún verður varamaður í bæjarráði í stað Halldórs.