Garðar Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi B-listans í Hveragerði, hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá setu í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, varabæjarfulltrúi, mun taka sæti Garðars á meðan á leyfinu stendur. Jafnframt verður Jóhanna Ýr aðalmaður á ársfundi SASS og aðalmaður á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Jóhanna Ýr starfar sem verkefnastjóri fræðslustarfs og samfélagsmiðla í Selfosskirkju. Hún var bæjarfulltrúi í Hveragerði kjörtímabilið 2010-2014 og hefur verið varabæjarfulltrúi frá árinu 2018.
Jafnframt mun Snorri Þorvaldsson, sem skipaði þriðja sætið á lista Frjálsra með framsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum, gegna stöðu varabæjarfulltrúa á meðan Garðar er í leyfi.