Lítið jökulhlaup sem hófst í Skálm í Skaftárhreppi í gær er í rénun en rafleiðni og vatnshæð hafa farið lækkandi í ánni frá því seint í gærkvöldi.
Rafleiðni í ánni fór hækkandi frá hádegi í gær ásamt því að vatnshæð jókst en strax í gærkvöldi fór að lækka aftur í ánni.
Náttúruvárvakt VÍ mun halda áfram að vakta svæðið og biður fólk um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Upptök Skálmar eru í Kötlujökli, austast í Mýrdalsjökli.