Fimmtudaginn 26. september fór 7. bekkur Hvolsskóla í árlega ferð að Sólheimajökli til þess að mæla hop jökulsins. Farið var frá Hvolsskóla klukkan 8:30 að morgni og komið að Sólheimajökli klukkutíma seinna.
Byrjað var að fá sér ávexti og síðan gengið að stóru skilti þar sem fyrsti GPS punkturinn er og tekin hópmynd. Síðan var gengið að næsta GPS punkti, sem er rétt hjá lóninu. Mættir voru tveir menn frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli með bát.
Björgunarsveitamennirnir sigldu með 4-5 nemendur í einu að jökulsporðinum og tóku GPS punkt. Í ljós kom að vegalengd að jökli er 700 metrar en var 711 metrar í fyrra, sem þýðir að jökullinn hopaði um 11 metra á milli ára.
Þessar mælingar byrjuðu árið 2010 en þá voru 318 metrar að jöklinum. Hann hefur því minnkað um 382 metra frá upphafi mælinga. Í fyrra, árið 2023, ýttist jökullinn fram um 52 metra og var það í fyrsta skipti sem hann stækkaði frá því mælingar hófust.
Frétt unnin af nemendum 7.bekk Hvolsskóla.