Í síðustu viku fóru nemendur í 7. bekk Hvolsskóla á Hvolsvelli í árlega ferð að Sólheimajökli, til þess að mæla jökulinn. Björgunarsveitin Dagrenning aðstoðaði við mælingarnar en að henni lokinni fékk hópurinn að fara í bátsferð til þess að skoða lónið betur.
Jökullinn hefur hopað um 37 metra frá því haustið 2021. Þetta var í 13. skipti sem hop jökulsins er mælt en jökullinn hefur hopað um 445 metra síðan árið 2010j þegar mælingar hófust. Mælt var með GPS tæki og veiðistöng fyrir dýptarmælingu. Lónið er um 54 metrar djúpt eins og staðan er núna.
Jón Stefánson byrjaði þetta verkefni árið 2010 og settu nemendurnir niður blóm á svæðinu til minningar um Jón.