Jökulsporðurinn 150 metrum ofar

Jökulsporður Gígjökuls er nú 100-150 metrum ofan en hann var í nóvember árið 2009. Fyrsta mæling á jöklinum eftir gos var gerð í mars sl.

Jökullinn hefur látið verulega á sjá eftir hamfarirnar í Eyjafjallajökli en gríðarlegt magn af vatni og aur flæddi úr toppgíg Eyjafjallajökuls niður rásina í Gígjökli og skolaði jökulsporðinum til.

Verkfræðistofa Suðurlands á Selfossi hefur Gígjökul í fóstri fyrir Jöklarannsóknafélagið en verkfræðingarnir mæla stöðu jökulsporðsins árlega. Páll Bjarnason og Bárður Árnason fóru í mælingaferð í mars og er þetta fyrsta mælingin sem gerð er á Gígjökli eftir eldgosið í fyrra.

Ferðasögu og myndir má sjá á heimasíðu verkfræðistofunnar.

Fyrri greinNetkosningin hafin
Næsta greinSkemmdarverk á Svarfhólsvelli