Jólagluggaleikurinn 2016 í Árborg er að hefjast en fyrsti glugginn opnar í Bókasafninu á Selfossi fimmtudaginn 1. desember kl. 10:00.
Síðan verði 23 aðrir gluggar opnaðir fram að jólum, hver með sínum sérkennum en allir hafa þeir það sameiginlegt að geyma mismunandi bókstaf í skreytingunum.
Þessir bókstafir eru hluti af stafagátu sem virkar þannig að þú finnum stafinn í glugganum og setur hann á sérstakt þátttökueyðublað.
Þegar allir stafirnir eru komnir á sinn stað ætti að myndast setning sem hjálpar þátttakandanum að svara tveim spurningum.
Þátttökueyðublöðum er hægt að skila í Sundhöll Selfoss eða bókasafni Árborgar á Selfossi milli 27. og 31. desember.
Næstu gluggar sem opnar eru síðan:
2. des. – Byko á Selfossi
3. des. – Alvörubúðin og Hannyrðabúðin á Selfossi
4. des. – Sundhöll Selfoss
5. des. – Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi