Á fundi bæjarráðs Árborgar í morgun var samþykkt að skipa starfshóp til að undirbúa hátíðina Jól í Árborg 2010.
Verkefnið Jól í Árborg miðar að því að styðja við verslun og þjónustu í Árborg og efla jólaandann í sveitarfélaginu á aðventunni. Aðkoma skólastofnana í sveitarfélaginu að verkefninu verður sérstaklega könnuð með það að markmiði að virkja börn í undirbúningi verkefnisins.
Í starfshópi hátíðarinnar sitja Elfa Dögg Þórðardóttir, Íris Mjöll Valdimarsdóttir og Kjartan Björnsson. Þeim er falið að skila inn tillögum og kostnaðaráætlun til bæjarráðs í október.