Jólaljósin kveikt fyrr í Árborg

Íbúar á Selfossi eru nú 8.930 talsins. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Sveitarfélagið Árborg ætlar að flýta uppsetningu jólaljósa í ár en strax í byrjun nóvember verður hafist handa við að lýsa götur, stofnanir og opin svæði bæjarins með jólaljósum.

Það starf mun svo ná hámarki þann 29. nóvember, fyrsta í aðventu, þegar kveikt verður á stóru jólatrjánum á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

Í ljósi aðstæðna má því búast við breytingum á hátíðarhöldum í tengslum við tendrum jólaljósanna en það verður nánar auglýst síðar.

Sveitarfélagið Árborg vill um leið hvetja alla íbúa til að taka þátt í að lýsa skammdegið á þessum fordæmalausu tímum. „Í sameiningu munum við lýsa upp myrkustu daga ársins og mæta nýju ári með hlýju og jákvæðni,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Fyrri greinSennilega bestu fréttir dagsins
Næsta greinÞórir ráðinn forstjóri Heilsustofnunar NLFÍ