Jólarölt Félags kvenna í atvinnulífinu telur í hundruðum kílómetra þar sem konur um land allt gera sér glaðan dag vítt og breytt um landið.
Suðurlandskonur buðu heim og gerðu sér glaðan dag í Hveragerði með fordrykk hjá félagskonunni Írisi Brá Svavarsdóttir í Monark bókhaldsþjónustu og Elínu Káradóttir í Byr fasteignasölu, því næst var haldið til Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur á Ölverk Pizza & Brewery. Félagskonur taka vinkonu með á jólarölt FKA vítt og breitt um landið og skapast einstök tengsl þegar rölt er á milli fyrirtækja FKA kvenna og kíkt í nærliggjandi fyrirtæki.
„Þetta kvöld er „Kósýkvöld í Hveragerði,“ segir Laufey Guðmundsdóttir formaður FKA Suðurland. Fjöldinn allur af fyrirtækjum í bænum var með lengri opnunartíma og hægt var að gera góð jólainnkaup, vörur voru á sértilboð í tilefni kvöldsins og viðburðir á ýmsum stöðum.
Markmiðið með jólarölti FKA er að styðja við góða hluti í nærumhverfi deilda félagsins þar sem verslað er við félagskonur í heimabyggð. Öflugar deildir og nefndir starfa í FKA, rúmlega þrettánhundruð konur um landið allt sem hringja inn jólin í góðum félagsskap.