Það var frábær stemning í miðbæ Selfoss í dag þegar jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli komu í heimsókn í bæinn í fyrsta skipti í tvö ár.
Gríðarlegur mannfjöldi beið eftir bræðrunum sem komu yfir Ölfusárbrú á 69 ára gömlum Dodge Weapon frá Guðmundi Tyrfingssyni. Þeir heilsuðu upp á börnin og sungu og sprelluðu á Brúartorgi. Gleðin skein úr hverju andliti – þó að sumum af þeim yngstu hafi þótt ágætt að halda sig í öruggri fjarlægð.