Jólatré ársins er úr Arnarheiði

Sú hefð hefur skapast í Hveragerði að jólatré bæjarbúa sem staðsett er í smágörðunum er ávallt gjöf frá bæjarbúum, sem nýta þetta tækifæri til að gefa trjám framhaldslíf sem ekki rúmast lengur í einkagarðinum.

Í ár voru það hjónin Jenný Hugrún Wiium og Þorsteinn Hansen sem gáfu jólatréð en þau búa í Arnarheiði. Tréð þeirra hefur í áraraðir verið afar fallega skreytt um jól og verið til mikillar prýði í Arnarheiðinni.

En núna var komið að leiðarlokum og því fékk tréð þetta góða hlutverk að gleðja alla bæjarbúa á aðventu og um hátíðina.

Það voru barnabörnin þau Jenný Sigrún og Maríus sem fengu það hlutverk að tendra ljósin á trénu á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Á myndinni hér að neðan má sjá þegar tréð var fjarlægt úr garði Jennýar og Þorsteins.


Ljósmynd/Höskuldur Þorbjarnarson

Fyrri greinStefán fjórðungsmeistari í glímu eftir fimm ára hlé
Næsta grein33 fangar virkir í námi