Jólin voru kvödd tveimur dögum seinna en venjulega á Selfossi vegna veðurs. Þrettándagleðin fór fram í blíðviðri í kvöld.
Fámenni var í blysför frá Tryggvaskála að brennustæðinu við Gesthús en flestir létu sér nægja að mæta beint á brennuna.
Grýla og hennar hyski fór fyrir blysförinni og jólasveinarnir sáu um að tendra eld í brennunni. Botninn var svo sleginn í dagskrána með stórkostlegri flugeldasýningu.