Jón Daði Sunnlendingur ársins í útvarpinu

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson var valinn Sunnlendingur ársins – og íþróttamaður ársins – á útvarpsstöðinni Suðurland FM.

Valið var kunngjört í árlegum áramótaþætti stöðvarinnar í dag. Þar mættu ritstjórar héraðsblaðanna, sveitastjórnarmenn á Suðurlandi og þingmenn kjördæmisins og gerðu upp árið.

Hlustendur Suðurland FM kusu Jón Daða Sunnlending ársins og hann var einnig valinn sunnlenski íþróttamaður ársins. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, hópfimleikakona, var valin íþróttakona ársins á Suðurlandi.

Sportþátturinn Mánudagskvöld á Suðurland FM stóð einnig fyrir kosningu á íþróttamanni ársins á landsvísu og þar sigruðu Crossfit konan Annie Mist Þórisdóttir og sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson.

Fyrri greinEgill efnilegasti júdómaðurinn
Næsta greinÁramótabrennunni á Selfossi frestað