Jón Jónsson hagfræðingur, tónlistarmaður og fótboltakappi fræðir ungt fólk um fjármál á skemmtilegan hátt í Sambíóunum á Selfossi í kvöld kl. 19.
Helstu atriði sem Jón fer yfir eru: Hvað eru peningar? Hvernig á að spara? Lærðu að velja og hafna og peningar og hamingja.
Í lok fundar mun Jón taka nokkur lög.
Fundurinn fer fram í Sambíóunum á Selfossi og opnar húsið kl. 19 en fundurinn hefst kl. 19:30. Boðið verður upp á pítsu og gos.
Allir á aldrinum 12-16 ára eru sérstaklega velkomnir ásamt foreldrum sínum.