Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, í Múla í Bláskógabyggð er skattakóngur Suðurlands í ár.
Jón greiðir 35.285.468 kr. í útsvar og tekjuskatt en mánaðarlaun hans eru 7,4 milljónir.
Jón er eini Sunnlendingurinn sem kemst inn á lista ríkisskattstjóra yfir 60 gjaldahæstu einstaklingana. Ríkisskattstjóri leggur fram álagningarskrána að þessu sinni en áður lögðu skattstjórar í hverju umdæmi fram sína skrá.
Því verður ekki gefinn út sérstakur hákarlalisti fyrir Suðurland.