Jón Lárusson í forsetaframboð

Jón Lárusson, lögreglumaður, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Jón er búsettur á Selfossi.

Jón lýsti þessu yfir í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun en hann er fyrsti einstaklingurinn sem tilkynnir um framboð sitt formlega vegna forsetakosninga í vor.

Jón er fæddur árið 1965 og starfar sem lögreglumaður. Hann hefur einnig látið til sín taka í ýmis konar samfélagsmálum og er meðal annars talsmaður Umbótahreyfingarinnar.

Fyrri greinLeitað að vitnum
Næsta greinÁrmann Höskulds: Kostnaður við að fá aðstoð sjúkraflutningamanna