Jónas Bergmann Magnússon hefur verið ráðinn skólastjóri Laugalandsskóla í Holtum. Stjórn byggðasamlagsins Odda samþykkti ráðninguna á fundi sínum í morgun.
Umsóknarfrestur um starfið rann út 2. apríl síðastliðinn. Fjórar umsóknir bárust og voru tveir umsækjendur boðaðir í viðtöl. Skólastofan slf aðstoðaði við ráðningarferlið. Jónas hefur lokið þremur námskeiðum í stjórnun menntastofnana við HÍ og býr yfir farsælli stjórnunarreynslu og fjölbreyttri kennslureynslu á grunnskólastigi.
Jónas gegndi stöðu aðstoðarskólastjóra við Laugalandsskóla frá árinu 2020 og hefur starfað tímabundið sem skólastjóri frá 1. desember 2023 þegar Yngvi Karl Jónsson lét af störfum. Jónas er því öllum hnútum kunnugur í skólanum.