Í kvöld kl. 22:29 varð jarðskjálfti af stærð 3,6 við Húsmúla á Hellisheiði. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í Hveragerði, Mosfellsbæ, Kópavogi og Hellu.
Annar skjálfti sem var 3,0 að stærð varð á sömu slóðum kl. 22:49. Nokkrir smærri skjáfltar hafa fylgt í kjölfarið.
Undanfarna daga hefur verið skjálftahrina á þessum slóðum og eru þetta stærstu skjálftarnir í hrinunni hingað til, að því er fram kemur í athugasemd vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni.