Jörð skalf víða í síðustu viku

Rúmlega 380 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni 25. mars – 31. mars.

Meðal annars mældist skjálftahrina sunnan Langjökuls þar sem stærsti skjálfti vikunnar varð, 3,5 að stærð kl. 17:24 þann 29. mars og átti hann upptök við Langjökul.

Rólegt var í Heklu, engir fleiri skjálftar hafa verið staðsettir þar síðan vöktunarstiginu var breytt í gult.

Í Mýrdalsjökli mældust nokkrir smáskjálftar við Goðabungu og Hafursárjökul.

Fyrri grein10. MA hafði betur í spennandi viðureign
Næsta greinMikil umferð og stóráfallalaus