Jarðskjálftahrina stendur yfir við Ölfusárósa með upptök um fimm kílómetra norðvestan Eyrarbakka.
Ritstjórn vekur athygli á því að þessi frétt er frá árinu 2015.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að um 40 skjálftar hafi mælst þar síðan í gær, sá stærsti mældist 2,5 stig kl. 13:10 í dag.
Ein tilkynning barst frá Eyrarbakka um að skjálftinn hefði fundist þar.
Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við mbl.is að skjálftarnir hafa verið rétt vestan við svokallaða Krosssprungu sem hreyfðist í Suðurlandsskjálftanum 2008.
Martin segir ólíklegt að stærri skjálftar fylgi í kjölfarið, þó það sé ekki útilokað.