Deiliskipulag við Útey II í Laugardal, fjarskiptamastur og -hús, hefur verið kært af eiganda sumarhúsalóðar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
Að sögn Péturs Ingi Haraldssonar, skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, eru framkvæmdir ekki hafnar en í tilfellum sem þessum lætur skipulagsembættið landeiganda vita af kærunni og í kjölfarið tekur hann ákvörðun um hvort hefja skuli framkvæmdir, og þá í samráði við skipulags- og byggingarnefnd. Í framhaldi af því meti nefndin og landeigandi hvort rétt hafi verið staðið að málinu í upphafi.
Pétur á ekki von á úrskurði frá úrskurðarnefndarinni fyrr en eftir eitt eða tvö ár og í raun hefur kæra sem þessi lítil áhrif á framkvæmdirnar.
Deiliskipulagið er enn í gildi og því er heimilt að gefa út byggingarleyfi í samræmi við það.