Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar hefur beint því til bæjarráðs að veita kaþólsku kirkjunni á Íslandi vilyrði fyrir lóð á sýslumannstúninu við Austurveg á Selfossi.
Nefndin hefur ekki leyfi til að úthluta lóðum án auglýsingar en bæjarráð hefur leyfi til að veita slíkt vilyrði hið minnsta.
Samkvæmt heimildum Sunnlenska leitar kirkjan eftir plássi fyrir kirkju, safnaðarheimili og prestsbústað. Málið er allt á frumstigi og ekki liggja neinar teikningar fyrir.
Um leið hyggst kirkjan selja núverandi húseignir sínar í Riftúni í Ölfusi.