Kærður fyrir hraðakstur í vistgötu

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 31 ökumann fyrir að aka of hratt í liðinni viku. Tveir þessara ökumanna mældust á 135 km/klst hraða á Mýrdalssandi þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Einn þeirra mældist á 120 km/klst hraða á vegakafla Suðurlandsvegar við Kotströnd þar sem leyfður hraði hefur verið lækkaður í 70 km/klst vegna vegaframkvæmda og einn mældist á 34 km/klst hraða á vistgötu á Selfossi þar sem hámarkshraði samkvæmt merkingu er 15 km/klst. Ekki hár hraði allajafna en samt sem áður rúmlega tvöfaldur leyfður hraði samkvæmt merkingum og takmörkunin sett á þar sem að gatan er almennt ætluð gangandi umferð eins og gildir um vistgötur.

Í dagbók lögreglunnar er bent á að samkvæmt nýjum umferðarlögum hefur hámarkshraði á vistgötum verið lækkaður niður í 10 km/klst.

Fyrri greinUndir áhrifum á Suðurlandsvegi
Næsta greinSóttvarnir í lagi hjá sunnlenskum rekstraraðilum