Kærður fyrir of breiðan farm

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði ellefu ökumenn í liðinni viku fyrir að aka of hratt. Sá sem hraðast ók var á 137 km/klst hraða 90 km/klst vegi.

Einn einstaklingur var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur og situr hann uppi með 40 þúsund króna sekt fyrir vikið.

Þá var ökumaður sem flutti farm sem reyndist við mælingu 4,41 m á breidd kærður fyrir brot sitt. Hann hafði ekki sótt um heimild til slíks flutnings eftir þeim reglum sem um það gilda. Slíkar heimildir eru alla jafna veittar en skilyrtar um flutningstíma eftir líklegri umferð, sem og um frágang og merkingar og eftir atvikum lögreglufylgd ef metin er þörf á henni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinÞrjú verkefni hlutu styrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands
Næsta greinLögreglan tekur á ljóslausum ökumönnum