Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vísað frá

Tölvugerð mynd Landsvirkjunar af vindorkuverinu við Vaðöldu.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindaflsvirkjun við Vaðöldu í Rangárþingi ytra.

Nefndin segir stjórnvöld, Skeiða- og Gnúpverjahrepp í þessu tilviki, ekki njóta heimildar til að kæra ákvarðanir annarra stjórnvalda, Rangárþings ytra í þessu tilviki, til æðra stjórnvalds.

Har­ald­ur Þór Jóns­son, odd­viti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, seg­ir í samtali við Morgunblaðið í dag að niðurstaðan komi á óvart og valdi vonbrigðum. Að mörgu leyti sé nefnd­in að segja að vilji sveit­ar­fé­lagið fá skorið úr mál­inu þurfi að gera það fyr­ir dóm­stól­um. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps muni ræða málið á næstu dögum.

Nefndin hafnaði einnig kröfu Náttúrugriða um að framkvæmdir við vegagerð og uppsetningu vinnubúða við Vaðöldu yrðu stöðvaðar á meðan kæra Náttúrugriða vegna virkjanaleyfisins væri til meðferðar hjá nefndinni.

Fyrri grein40 ára bókagjafar minnst
Næsta greinMiðflokkurinn fundar á Selfossi