Norskur ferðamaður sem síðastliðinn föstudag var að kafa í óleyfi í Silfru var yfirheyrður í gær af lögreglunni á Selfossi, með réttarstöðu sakbornings.
Maðurinn var hætt kominn við köfunina og var bjargað í land af tveimur köfurum sem sáu til mannsins þar sem hann var meðvitundarlaus á um 20 metra dýpi.
Maðurinn lét ekkert af sér vita og braut reglur Þjóðgarðsins sem gilda um köfun.
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi og verður sent til ákæruvalds að henni lokinni.