Kallað eftir tilefningum fyrir Viðurkenningahátíð FKA

Ásta S. Fjeldsted hlaut FKA viðurkenningu 2023 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið og eru konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd. Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu. Grace Achieng hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2023 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði. Ljósmynd/Silla Páls

Félag kvenna í atvinnulífinu kallar nú eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem verða heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA 2024.

Hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara eina á heimasíðu FKA til og með 23. nóvember 2023.

Mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna um allt land á blað. Sérstök dómnefnd fer yfir allar tilnefningar sem berast frá almenningi og atvinnulífinu, metur og á endanum velur þær sem hljóta viðurkenningar.

FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

Hvatningarviðurkenning FKA er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Þakkarviðurkenning FKA er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og niðurtalning í næstu hátíð er hafin en viðurkenningarhafar næsta árs verða heiðraðar á Hótel Reykjavík Grand þann 24. janúar næstkomandi.

TILNEFNA HÉR

Fyrri greinEinar skaut Selfoss áfram með flautumarki
Næsta greinFyrsta tap Hamars í vetur