Kallað eftir tilefningum fyrir Viðurkenningahátíð FKA

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Alvotech FKA viðurkenningarhafi 2024, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja FKA þakkarviðurkenningarhafi 2024 og Inga Tinna Sigurðardóttir stofnandi Dineout FKA hvatningarviðurkenningarhafi 2024. Ljósmynd/Silla Páls

Félag kvenna í atvinnulífinu kallar nú eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem verða heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA 2025.

Hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum eða bara eina á heimasíðu FKA til og með 21. nóvember næstkomandi.

Mikilvægt er að fá fjölbreyttan hóp kvenna um allt land á blað. Sérstök dómnefnd fer yfir allar tilnefningar sem berast frá almenningi og atvinnulífinu, metur og á endanum velur þær sem hljóta viðurkenningar.

FKA Viðurkenningin er veitt fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið eða er konum í atvinnulífinu sérstök hvatning og fyrirmynd.

Hvatningarviðurkenning FKA er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjungar í atvinnurekstri.

Þakkarviðurkenning FKA er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

FKA viðurkenningin var fyrst veitt árið 1999 og niðurtalning í næstu hátíð er hafin en viðurkenningarhafar næsta árs verða heiðraðar þann 29. janúar 2025.

TILNEFNA HÉR

Fyrri greinGóður heimasigur Selfosskvenna
Næsta grein„Okkur finnst nemendur í FSu hreinlega hafa gleymst“