Elsta starfandi verslunin á Selfossi, verslun Karls úrsmiðs, sem fagnaði 50 ára afmæli sínu fyrr í haust, hefur nú opnað netverslun, á slóðinni kalliur.is.
Að því er segir í tilkynningu verður um að ræða vefverslun þar sem sama vara er á boðstólnum og í versluninni við Austurveg, en hún er ein stærsta úra- og skartgripaverslun landsins með mikið úrval af gjafavöru auk verðlaunagripa.
Í tilefni opnunarinnar er svo 20 prósent afsláttur af öllum vörum þar til á miðnætti sunnudags.