Kanína fipaði ökumanninn

Bifreið með fimm ungmennum valt á Votmúlavegi uppúr miðnætti síðastliðinn laugardag. Fjögur ungmennanna hlutu minni háttar meiðsl.

Bifreiðin var óökufær eftir óhappið en ökumaðurinn sagðist hafa misst stjórn á bifreiðinni við það að kanína stökk inn á veginn í veg fyrir bifreiðina með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreiðinni.

Snemma á föstudagsmorgun valt fólksbifreið á Suðurlandsvegi í Svínahrauni eftir að ökumaður missti stjórn á henni í hálku. Bifreiðin lenti á vegriði og kastaðist af þvi útaf veginum hinum megin og valt. Ökumaður var einn í bifreiðinni. Hann kvartaði um eymsli í hendi, baki og mjöðm. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysadeild Landspítala.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur einnig fram að skráningarmerkjum var stolið af bifreið á bílasölu Toyota á Selfossi í síðustu viku. Eins og áður hefur komið fram hefur færst í aukana að bílnúmerum sé stolið af bifreiðum.


Frá vettvangi í Svínahrauninu á föstudagsmorgun. Ljósmynd/Lögreglan á Selfossi

Fyrri greinEldur í húsi á Eyrarbakka
Næsta greinReyndi að smygla lyfjum á Hraunið