Sveitarstjórn Rangárþings hyggst láta fara fram athugun á möguleikum á ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.
Athuga á stofn- og rekstrarkostnaður slíks kerfis sem og möguleikar á fjármögnun.
Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar nýverið. Í greinargerð segir m.a. að hröð framþróun í upplýsingatækni og sjónvarpsmiðlun, möguleikar vegna fjarvinnslu og tilkoma nýrrar tækni s.s. tölvuskýja geri það að verkum að núverandi örbylgjusamband eða ADSL fullnægir ekki þörfum fólks í nútíð, hvað þá í framtíð. Nauðsynlegt er að byggðirnar fylgi þessari þróun ef þær eiga að vera aðlaðandi valkostur til búsetu.
Ljósleiðaratenging er á nokkrum svæðum á Suðurlandi, s.s. Hveragerði, Hellu, og á Hvolsvelli og fer notkun þessa háhraðasambands vaxandi.