Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að láta vinna kostnaðaráætlun að endurbótum á eldhúsinu í félagsheimilinu Gunnarshólma þannig að eldhúsið standist kröfur Matvælastofnunar um framleiðslueldhús.
Guðmundur Ólafsson, fulltrúi VG og óháðra í sveitarstjórn, sem lagði fram tillöguna, segir að með samþykktu framleiðslueldhúsi í sveitarfélaginu aukist möguleikar þeirra íbúa sem hafa hugmyndir um vörur og eða heimaframleiðslu á borð við Beint frá býli.
Guðmundur bendir á að Matís reki sambærilega aðstöðu á Flúðum en þangað sé of langt að sækja fyrir Rangæinga.
Meðfram kostnaðarkönnun sveitarfélagsins verði kannaður áhugi íbúa þess á að nýta sér aðstöðuna og hann er viss um að ef aðstaðan er fyrir hendi
þá muni fleiri aðilar nýta sér slíka þjónustu í sveitarfélaginu.