Kanna möguleika á uppbyggingu hjúkrunarheimilis

Bæjarráð Árborgar samþykkti í morgun tillögu Helga S. Haraldssonar, B-lista, um að kanna möguleika á að koma upp hjúkrunarheimili í Árborg.

„Mikil umræða hefur verið uppi um skort á hjúkrunarrými á svæðinu og nú þegar ríkisstjórnin hefur gefið út að fara eigi í uppbyggingu hjúkrunarrýma er nauðsynlegt að sveitarfélagið vinni sína heimavinnu hvað það varðar,“ segir í tillögu Helga.

Tillagan var samþykkt samhljóða og mun bæjarráð óska eftir fundi með ráðherra velferðarmála og fyrsta þingmanni kjördæmisins.

Fyrri greinMenningarmánuðurinn hefst á laugardag
Næsta greinHandknattleiksbókin í áskrift