Kannabisræktun fannst eftir umferðareftirlit

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einn ökumaður er grunaður um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.

Við leit í bifreið hans fundust ætluð fíkniefni og í framhaldi af því var farið og leitað á dvalarstað viðkomandi. Þar fundust nokkrar kannabisplöntur og kvaðst ökumaðurinn eiga þær og standa einn að ræktuninni.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi. Þar segir einnig að 79 ökumenn hafi verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Alls hafa 3.614 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur það sem af er ári.

Fyrri greinSlys á fólki í þremur umferðaróhöppum
Næsta greinStóra frystikistumálið upplýst