Ökumaður bifreiðar sem stöðvaður var við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi í Rangárþingi síðastliðinn þriðjudag er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Megn kannabislykt í bílnum vakti athygli lögreglumanna þegar rætt var við ökumanninn.
Nokkuð magn af fíkniefnum fannst við leit í bílnum, sem og áhöld til neyslu á heimili viðkomandi.
Ökumaðurinn gat litlar skýringar gefið á málinu og neitaði að hafa vitað um tilvist efnanna í bílnum.