Jörðin Breiðholt í Flóahreppi er komin á fasteignasölu en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er eigandi jarðarinnar. Kári hefur stundað hrossarækt þar um nokkurra ára skeið.
Breiðholt er nýbýli úr Önundarholti og að stórum hluta vel ræktanlegt land. Jörðin er um 165 hektarar, þar af er ræktað land 37 hektarar. Á jörðinni er íbúðarhús, fjós og véla- og verkfærageymsla auk annarra útihúsa. Ásett verð hjá Fasteignamiðstöðinni er 210 milljónir króna.
Að sögn Kára hafa tímaskortur og annir komið í veg fyrir að hann hafi getað sinnt bústörfunum sem skyldi.