Karína ehf í Kópavogi átti lægsta tilboðið í jarðvinnu vegna Stekkjaskóla, nýs grunnskóla sem mun rísa í Björkurstykki á Selfossi á næsta ári.
Tilboð Karínu hljóðaði upp á tæpar 69,2 milljónir króna en félagið átti einnig frávikstilboð upp á tæpar 67,4 milljónir króna. Tilboð Karínu ehf er aðeins 63% af kostnaðaráætlun verksins, sem var rúmlega 110,2 milljónir króna.
Fjórtán tilboð bárust í verkið. Vörubílstjórafélagið Mjölnir átti næst lægsta tilboðið, 78 milljónir króna, Gröfutækni bauð 80 milljónir, Fögrusteinar 81,4 milljónir, E.Gíslason 81,7 milljónir, Þjótandi bauð 84,5 milljónir, Aðalleið 84,9 milljónir, Jgvélar 88,8 milljónir, Borgarverk 90,2 milljónir, Jarðtækni 91,9 milljónir, Stórverk 97 milljónir, Verk og tækni 97,4 milljónir og Ásmundur Sigurðsson 119 milljónir króna.
Verkið er fólgið í greftri fyrir undirstöðum niður á burðarhæfan botn, losa klöpp/hraun þar sem þarf og fylla undir undirstöður. Þá skal grafa lagnaskurð að tengipunktum við götu og ganga frá lögnum í honum.
Áætlað er að grafa 13.200 rúmmetra af jarðvegi upp úr grunninum og uppfyllingin undir mannvirkið og vinnusvæðið er síðan 16 þúsund rúmmetrar af efni.
Verkinu á að vera lokið þann 15. janúar næstkomandi.