Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins

Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, er oddviti listans.

Karl Gauti var sýslumaður í Vestmannaeyjum um árabil en hann var kosinn á Alþingi árið 2017 fyrir Flokk fólksins. Karl Gauti starfaði um tíma utan flokka en gekk svo til liðs við Miðflokkinn áður en kjörtímabilinu var lokið. Hann var skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum árið 2023.

Í 2. sæti listans er Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi á Stíflu í Vestur-Landeyjum, en hún skipaði 3. sætið á lista Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum. Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður, er í 3. sæti en eins og Karl Gauti var hann kosinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 og gekk svo til liðs við Miðflokkinn.

Listi Miðflokksins í Suðurkjördæmi
1. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri
2. Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi
3. Ólafur Ísleifsson, fv. alþingismaður
4. Kristófer Máni Sigursveinsson, verkstjóri
5. G. Svana Sigurjónsdóttir, bóndi
6. Sigurður Jónsson, hæstaréttarlögmaður
7. Snædís Ósk Guðjónsdóttir, stuðningsfulltrúi
8. Ingiberg Þór Jónsson, verkstjóri
9. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, bæjarfulltrúi
10. Hafþór Halldórsson, rafvirki
11. Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður íþróttamannvirkja
12. Sigurjón Veigar Þórðarson, vélfræðingur
13. Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir, húsmóðir
14. Bjarmi Þór Baldursson, bóndi
15. Herdís I Waage, aðstoðarskólameistari
16. Sigrún Harpa Sigurjónsdóttir Heide, stuðningsfulltrúi og leikskólaliði
17. Bergþór Gunnlaugsson, skipstjóri
18. Aron H Steinsson, rafmagnstæknifræðingur
19. María Brink, fv. verslunarstjóri
20. Sveinn Sigurjónsson, fv. skipstjóri

UPPFÆRT 29.10: Mistök urðu við útsendingu á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í gærkvöldi – hið rétta er að í 10. sæti listans er Hafþór Halldórsson, rafvirki, en ekki Jón Benediktsson, læknir.

Fyrri greinHarmar að verkfallsvopninu sé beitt
Næsta greinMjög skiljanleg umræða um EES