Aðfaranótt sunnudags var ráðist á mann fyrir utan íbúðarhús á Selfossi og hann skorinn með eggvopni þremur skurðum í höfuðið. Gert var að sárum mannsins á heilsugæslustöðinni á Selfossi.
Árásarmaðurinn var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir að tilkynnt var um atvikið. Hann viðurkenndi að hafa slegið manninn í höfuðið.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Þar er einnig greint frá því að um helgina var karlmaður kærður fyrir brot gegn nálgunarbanni. Brotið fólst í því að hann er sagður hafa sent fyrrum sambýliskonu sinni SMS-skilaboð. Málið er í rannsókn.