Að sögn Sigurbjarts Pálssonar, kartöflubónda á Skarði, eru uppskeruhorfur ágætar þessa dagana.
„Við þurfum ekki að kvarta. Það er þokkalegur hiti en að vísu hefur okkur vantað vætu eins og alla aðra en það er ekki farið að há okkur og svo gerði góða skúr í gær,“ sagði Sigurbjartur þegar Sunnlenska sló á þráðinn til hans.
Sigurbjartur segir að kartöflubændur hafi beðið með að setja niður vegna leiðinda roks og þess vegna hafi ekkert fokið til tjóns.
„Vætan er mikilvægari seinna á sprettutímanum þegar kartaflan er að myndast því að hún er 80% vatn,“ segir Sigurbjartur.